Laugardaginn 26. september verður fræsöfnun í Heiðmörk, undir leiðsögn Aðalsteins Sigurgeirssonar, skógfræðings og fagmálastjóra hjá Skógræktinni.
Frjósemi trjánna í Heiðmörk er sérlega mikil í ár og því mikil fræmyndun. Aðalsteinn mun kenna gestum hvernig á að tína og meðhöndla fræ. Skógræktarfélag Reykjavíkur hvetur fólk til að koma og taka þátt í að safna fræjum fyrir skóga framtíðarinnar.
Í ljósi aðstæðna biðjum við gesti um að huga vel að sóttvörnum. Við hvetjum fólk til að hafa grímur í upphafi þegar Aðalsteinn er að útskýra fyrir hópnum. Síðan er hægt að taka þær niður þegar farið er að safna fræjunum, allt eins og fólki líður best með.
Tekið verður á móti gestum við Borgarstjóraplan og síðan verður gengið inn í skóginn í fræsöfnunina.