Á döfinni

Fræðsla um vatnið, flakað og grillað í kvöld kl 20

250px-bachforelle_zeichnung

Hinn landsþekkti fiskifræðingur Jón Kristjánsson mun fræða gesti og gangandi um fiskinn og lífið almennt í Elliðavatni á fræðslugöngu Skógræktarfélags Reykjavíkur í kvöld klukkan 20.  Lagt verður af stað frá Elliðavatnsbænum og eru allir velkomnir. Jón hefur sem kunnugt er miklar skoðanir  á fiskifræðinni og stjórnun fiskveiða almennt, bæði í vatni og sjó, á veiðiaðferðum, grisjunum, ofsetnum vötnum osfrv. og mun meðal annars reifa þær skoðanir í kvöld.  Hann er einnig manna fróðastur um lífríki Elliðavatns og hefur fylgst með ástandi vatnsins um árabil. Jón fékk leyfi hjá Veiðifélaginu til að leggja net í vatnið og mun draga aflann að landi í kvöld og sína rétt handtök við aðgerð og flökun hins gómsæta silungs, sem væntanlega kemur á land. Þá stendur til að grilla silunginn  og lofa gestum að smakka.  Eftir klukkan 20 býður Veiðifélagið öllum ókeypis veiði í Elliðavatni.