Fréttir

Frábær helgi í Jólalandi Heiðmerkur

img_1461_2

Helgin tókst með afburðum vel í Jólalandinu í Heiðmörk. Náttúran skartaði sínu fegursta, jólasnjórinn hvítur og hreinn yfir öllu og fullt tungl tók við af vetrarsólinni. Metaðsókn var í Jólaskóginn og á Jólamarkaðinn og mikil gleði á báðum stöðum.

Borgarstjóri Hanna Birna Kristjánsdóttir kom með fjölskyldu sinni og opnaði jólaskóginn í Hjalladal á laugardaginn og þótti skógarmönnum hún ganga rösklega og ötullega til verks.

Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur með fulltingi framkvæmdastjóra afhentu borgarstjóra meðfylgjandi erindi við þetta tilefni, sjá hér.

img_3303