Starfsnemar víða að úr heiminum hafa starfað hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk undanfarin ár. Félagið hefur notið starfskrafta og þekkingar nemendanna sem hafa almennt verið mjög ánægðir með dvölina og mælt með starfsnáminu.
Undanfarið hefur Becky D´Arcy verið hjá okkur í Heiðmörk. Hún er að vinna að meistaprófsverkefni við Bangor háskóla í Wales í samstarfi við Skógræktina að Mógilsá. Verkefnið felst í úttekt á lifun trjáa á svæðinu þar sem skógarbruninn varð í Heiðmörk í maí 2021.
Á myndinni má sjá blöðrur á birki en ein af forsendum þess að tré lifi af skógarbruna, er að það geti flutt sykur niður í rætur eftir ljóstillífun. Sykurinn flyst niður um vaxtarlagið, sem er rétt undir berkinum. Ef börkurinn er mjög þykkur eru meiri líkur á að tré lifi af. Dæmi eru um að stór grenitré hafi lifað brunan af.
Einnig hefur Osvaldo frá Ítalíu starfað hjá félaginu í Heiðmörk. Hann er í skiptinámi við Háskólann á Hólum og verður í Heiðmörk fram til jóla.
Skógræktarfélagið styður gjarnan við nemendur sem vilja gera lokaverkefni hjá okkur. Skógtæknineminn Lucas Lamin Johansen gerði í fyrra lokaverkefni frá Skógarskólanum, sem er deild í Kaupmannahafnarháskóla. Rannsókn hans fjallaði um grisjun og aukningu líffræðilegs fjölbreytileika.