Fréttir

Fjölmargir sóttu um starf í Heiðmörk

Á dögunum auglýsti Skógræktarfélag Reykjavíkur laust starf við skógarumhirðu, framleiðslu og sölu viðarafurða. Umsóknarfrestur var til 1. mars. Það er ánægjuefni hversu margir hafa áhuga á að starfa hjá Skógræktarfélaginu en alls sóttu 53 um stöðuna. Nú er unnið að því að fara í gegnum umsóknir og boða einstaklinga í viðtöl. Hlökkum til að fá til liðs við okkar nýjan starfskraft.