Fréttir

Fimmtíu ára afmæli lúpínunnar í Heiðmörk

??????????????????

Alaskalúpína var fyrst gróðursett í Heiðmörk 1959 og hefur því í hálfa öld undirbúið ófrjóan jarðveginn fyrir gróðursetningu trjáa. Á myndinni má sjá alaskaösp í lúpínubreiðu sem er byrjuð að blómstra  í Hrossabrekkum, en þar var jarðvegurinn plægður fyrir fjórum árum og ýmsar trjátegundir gróðursettar í plógfarið á eftir. Öspin er sem kunnugt er ,,spretthlaupari” við svona aðstæður, en tegund eins og sitkagreni fer sér hægar þó á endanum verði grenið ríkjandi tegund.