Kl.10:00 Heiðmörk, fræðsluganga með leiðsögn
Skógræktarfélag Reykjavíkur býður borgarbúum í göngu um Heiðmörk. Í Heiðmörk eru margar undurfagrar gönguleiðir, en göngustígar svæðisins spanna um 40 km og liggja allt frá Norðlingaholti út að Maríuhellum í Garðabæ.
Heiðmörk er mjög fjölbreytt útivistarsvæði, svæðið er um 3000 hektarar að stærð og af því eru um 800 hektarar skógi vaxnir. Þar eru líka 9 áningarstaðir þar sem stórir og litlir hópar fólks geta hist, grillað og átt góða stund saman úti í náttúrunni.
Á Ferðafagnaðinum mun Kristján Bjarnason, starfsmaður Skógræktarfélags Reykjavíkur ganga Fræðslustíginn með gestum og göngufólki, en það er um 8 kílómetra leið vörðuð skiltum með ýmis konar fróðleik um náttúru svæðisins, svo sem fugla, grös, blóm, tré og jarðsögu.
Ætla má að gangan taki 2,5 til 3 klst.. Komið klædd eftir veðri og gott er að taka nesti með í dagspoka.
Trex – Hópferðamiðstöðin býður upp á rútuferð kl.10,00 frá stóra bílaplaninu framan við aðalbyggingu Háskóla Íslands og kl.10,10 frá Mjóddinni. Ekið að Elliðavatnsbænum. Rútuferð með Trex til baka að eftir göngu.
Mæting er við Elliðavatnsbæinn kl.10:30.