Esjufréttir

Esjugöngumaðurinn mikli

helgi_orkels__sept_08

Helgi Þorkelsson gengur tvisvar í viku á sumrin á Esjuna, frá Kollafirði upp á Þverfellshorn, sama hvernig viðrar nema helst ekki í slagviðri.
Svona hefur hann haft það í áraraðir og telur hann Esjugöngurnar vera mikla líkamsrækt. Á veturna gengur hann að jafnaði einu sinni í viku, yfirleitt upp á topp, stundum þó að Steininum þegar svell er í klettunum fyrir ofan. Hitti hann ekki þeim mun fleira fólk til að spjalla við er hann um það bil eina klukkustund á leiðinni upp. Það er líkamsræktin og jákvæðir fjallgöngumenn sem hvetja Helga til að koma aftur og aftur í sína göngu. Þá er vellíðanin mikil að lokinni göngu og jafnast fátt á við kaffisopa í bílnum þegar niður er komið.