Fréttir

Esjudagurinn nálgast

netesja_21_jn_mest_11_031

Esjudagur Ferðafélags Íslands og Valitors  og Skógræktarfélagsins verður haldin sunnudaginn 28. ágúst næstkomandi. Boðið verður upp á gönguferðir upp Esjuna í fylgd fararstjóra frá FÍ. Ferðafélag barnanna býður öllum börnum í ókeypis gönguferð fyrstu búðir Esju.  Morgunganga, kvöldganga, skógarganga, kappganga, stafganga og fjölskylduganga í fylgd með fararstjórum FÍ og fleirum.  Ratleikur, lifandi tónlist og margt fleira.

Nánari dagskrá:

Kvöldganga laugardaginn 27. ágúst
Brottför frá Esjustofu kl. 20.30 laugardaginn 27. ágúst
Fararstjóri Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ
Gengið frá Esjustofu á Þverfellshorn, sjáið kvöldsólina síga í sæ,  stjörnuskoðun og tunglskin og ljósin í borginni, takið með ykkur höfuðljós til öryggis ef á þarf að halda á leiðinni niður. .
Áætlað að koma niður að bílastæði þegar líður að miðnætti.
Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Morgunganga sunnudaginn 28. ágúst  með Páli Guðmundssyni framkvæmdastjóra FÍ,  á Móskarðshnúka og Laufskörð
Mæting í Mörkina kl. 6 eða við upphafsstað göngu, sjá nánar www.fi.is
Ekið áleiðis inn Mosfellsdal, beygt hjá Hrafnhólum og ekið þar eins langt og vegur leyfir að göngubrú þar sem gangan hefst.
Áætlað að gangan taki um fjóra tíma.
Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Formleg dagskrá Esjudagsins

 Kl. 13.00    Setning Esjudagsins, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins

Fjallaupphitun í höndum íþróttakennara á túninu fyrir neðan Esjustofu

Kl. 13.30    Barnadagskrá: Ferðafélag barnanna býður öllum börnum í fyrstu búðir í fylgd sprækra fararstjóra.   Fyrstu búðir eru  í um 500 metra fjarlægð frá Esjustofu.  Létt ganga og þægileg fyrir alla fjölskylduna.  Maxímús músikus mætir á svæðið og tekur nokkur lög og Ingó veðurguð stjórnar brekkusöng.

Kl. 14.00    Stafganga – Guðný Aradóttir og Jóna Hildur Bjarnadóttir kynna stafgöngu og notkun stafana á fjöllum

Kl. 14.00    Skógarganga um Mógilsá í umsjón Kristjáns Bjarnasonar frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.

Kl. 14.30    Kappganga – vaskir fjallagarpar há keppni í kappgöngu að „steini”.  Gengið frá rásmarki við Esjustofu að Steini, tímataka.  Skráning á staðnum

Athugið að gönguferðirnar eru mislangar

  • Ratleikur – Leitin af Silfri Egils
    100 þúsund krónum hefur verið komið fyrir á 20 fjársjóðarpokum í Esjuhlíðum  (5000 kr. á hverjum stað)
  • Gestabók Ferðafélagsins –  

Allir sem rita nafn sitt í gestabók FÍ á Þverfellshorni eða í „Fyrstu búðum“ lenda í potti – glæsilegir vinningar s.s. Ferð með FÍ, útivistarföt frá Fjallakofanum og  Cintamani og miða á tónleika í Hörpunni.

ü Verslunin Fjallakofinn kynnir útivistarvörur

ü Esjustofa –Útigrill og gómsætir fjallaréttir. Opið allan daginn

Þátttaka á Esjudeginum er ókeypis og allir velkomnir.