Ný, endurbætt heimasíða félagsins — heidmork.is — er komin í loftið. Nýja síðan leysti þá gömlu af hólmi á afmælisdegi félagsins, 25. ágúst. Skógræktarfélag Reykjavíkur var upphaflega stofnað þann dag, árið 1901.
Reynt var að hafa nýju síðuna aðgengilega fyrir notendur og uppröðun efnis skýra. Mikið sóttar síður eru hafðar á áberandi stað. Svo sem kort og upplýsingar um svæðin okkar, til dæmis Heiðmörk og útivistarsvæðin í Esjuhlíðum. Í tilefni af nýju heimasíðunni er búið að hnitmerkja kortið af Heiðmörk. Nú er því hægt að hlaða niður hnitmerktu korti af bæði Heiðmörk og Esjuhlíðum, á heidmork.is.
Síðunni er ætlað að miðla fréttum úr starfi félagsins og fróðleik um skógrækt, skóglendið, umhverfismál og skógarmenningu. Sem og gagnlegum upplýsingum um félagið og sögu þess. Þá fær viðarverslun félagsins nokkuð áberandi stað á síðunni. Vinnsla viðarafurða er í mikilli þróun og mikilvægt að nýta vel þær afurðir sem til falla.