Endurmenntun LbhÍ býður upp á nýtt námskeið um eldivið og eldiviðargerð í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur, 12. febrúar.
FJALLAÐ ER MEÐAL ANNARS UM
- Fellingu og sögun á minni trjám.
- Trjátegundir og mismunandi eiginleika þeirra.
- Þurrkun, loftun og raka eldiviðar.
- Eldstæði, umgengni og umhirða þeirra.
- Uppkveikiefni og uppkveikju elds í öruggu umhverfi.
- Eldhættu í görðum og á sumarhúsalóðum.
Námskeiðið er hugsað fyrir fólk sem vill geta nýtt greinar og trjástofna sem falla til við umhirðu og grisjun í görðum eða sumarbústaðalóðum. Nú er að hefjast sá árstími sem hentar best til að grisja í görðum.
KENNARAR
Sævar Hreiðarsson, skógfræðingur og skógarvörður í Heiðmörk.
Teitur Björgvinsson, umsjónarmaður viðarvinnslu og viðarverslunar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Endurmenntun LbhÍ.