Göngustígurinn um Einarsmýri undir Þverfellshorni í Esju er illa farinn og sumstaðar allt að þrjátíu metra breiður! Í dag hófst lagfæring á stígnum og verður verkið unnið af sjálfboðaliðum næstu vikurnar undir stjórn Chas Goemans hjá Umhverfisstofnun, en Skógræktarfélagið hefur sem kunnugt er átt mjög gott samstarf um þessi mál við þá stofnun undanfarin ár. Á myndinni sést Chas ásamt tveimur úr hópnum.
Einarsmýrin tekin í gegn
26 ágú
2009