Fréttir

Dansk juleskog

Frá þessari viku ber hæst heimsókn nokkurra danskra nema ásamt leiðbeinanda þeirra. Þau komu hress og kát, svolítið á skjön við veðrið sem varði allan tímann. Þau fóru á Múlastaði og gróðursettu þar 16.000 plöntur, mest af því var fura og svo var greni í bland, fínasti jólaskógur framtíðarinnar.

Hvað heiðmörkina er það helst að nefna að verkfræðingar á vegum Efla verkfræðistöfu komu á föstudaginn til að skoða aðstöðuna hjá okkur. Það var hin fínasta heimsókn.

danir-vid-haesta-artunsbrekkutred-jens-jeppe-anneli-julia-nikulas-og-christian_11092016hgs-2 Eftir að Hlynur sótti Danina á BSI fóru þau upp í Heiðmörk, þau komu við í Elliðaárdalnum og skoðuðu þar obboslega stórt sitkagreni,

mulastadir-danir-hefja-grodursetningu_12092016hgs Svona leit landið út sem var gróðursett í á Múlastöðum, aflíðandi mói

mulastadir-danirnir-i-eldhusinu_13092016hgs-1 Eftir hvern vinnudag var farið í sund í Borgarnes og svo heim

mulastadir-jens-kokkur-og-jeppe-adstodarkokkur-gera-bernes-_12062016hgs Heima á Múlastöðum sá Jens yfirkokkur um eldhúsið. Þarna eru þeir Jeppe að missa bernessósu. Það má til gamans geta að jenst eldaði hefðbundin íslensk svið upp á sinn máta sem var kássa. Það kom mjög vel út. Mun betra en smá sjöt á höfuðkúpu eins og við þekkjum það.

img_6010 Christan sá um að mata hópinn af plöntum.

mulastadir-steini-saekir-te-rex-grofuna_13092016hgs-2 Steini gröfueigandi kom og sótti 5 tonna gröfu sína. Hún nýttist með afbrigðum vel þetta sumarið. Takk Steini.

mulastadir-einar-helgi-og-dagbjartur-a-hrisum_14092016hgs Einar Gunnarsson, Helgi Gíslason komu í Múlastaði og skoðuðu ummerki eftir sumarið. Glaðir í bragði voru þeir. Á myndinn er nágranni okkar hann meistari Dagbjartur á Hrísum.

 

heidmork-saevar-klifrar-og-fellir-grenitre-med-traktor_15092016hgs-3 Jólin nálgast fyrir skógarmenn. Þarna má sjá Sævar prílandi í tré við mögulegt torgtré.

heidmork-saevar-klifrar-og-fellir-grenitre-med-traktor_15092016hgs-4 Sævar er mikill apaköttur eins og sjá hér uppí trjákrónunni.

danir-grodursett-i-hjallafleti_16092016hgs Þegar danski hópurinn kom aftur í Heiðmörk á föstudeginum fengu þau hvert sitt pottatréð. Þessi tré voru gróðursett í Hjalladal og gaman verður að vita hvernig þessum trjám reiðir af í tímans rás.

heidmork-danirnir-sjo-nikulas-jonas-christan-jeppe-jens-anali-og-julia_16092016hgs-2 Þetta er hópurinn, auk Jónasar, en hann er danskur nemandi sem er ekkert á förum. Fv. Nikulas, (Jonas), Christan, Jeppe, Jens, Anali og Julia.   Stórskemmtilegur hópur, Takk fyrir okkur.