Fréttir

Dagskrá helgarinnar

_neti___hlai_08

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni opnar um helgina.  Í Gamla salnum verður opin kaffistofa og til sölu margskonar handverk og efni beint úr skóginum.  Á Hlaðinu logar eldur í arni og þar verða jólatré, tröpputré , greinar og eldiviður til sölu. Í söluskúrum og í Kjallaranum er síðan fjölbreytilegt úrval af íslensku handverki. Dagskrá helgarinnar að öðru leyti er sem hér segir:

LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER:

Klukkan 12.30:  Dragspilsdrottningarnar þenjar nikkur sínar fyrir og eftir upplestur. Klukkan 13.00:  Einar Már Guðmundsson les úr Hvítu bókinni. Klukkan 14.00:  Barnastund í Rjóðrinu. Varðeldur og leikir.  Rósa Þorsteinsdóttir les úr bókinni Einu  sinni átti ég gott. Klukkan 15.00:  Jón Guðmundsson flytur fræðsluerindi um trérennismíði og sýnir smíðisgripi sína.

SUNNUDAGUR 29.NÓVEMBER:

Klukkan 12.30:  Harmonikkuleikur fyrir og eftir upplestur: Fönix. Klukkan 13.00:  Þórarinn Eldjarn les úr bók sinni Alltaf sama sagan. Klukkan 14.00:  Barnastund í Rjóðrinu.  Varðeldur og leikir.  Þórarinn Leifsson les úr bókinni Bókasafn ömmu Huldar.  Klukkan 15.00:María Magnúsdóttir spilar nokkur lög af plötunni Not your housewife.

einar_kra_les_08