Fréttir

Dagskrá helgarinnar á Jólamarkaðnum

Jólamarkaðurinn Elliðavatni

Verið hjartanlega velkomin á opnun Jólamarkaðarins á laugardaginn klukkan 11 – 17. Fullt af fallegu íslensku handverki og glæsileg dagskrá alla helgina – kakó og vöfflur, harmónikkuleikur, rithöfundar lesa upp og Barnastundin á sínum stað í Rjóðrinu kl 14 við snarkandi eld!
Nánar um dagskrána:

Laugardagur 27. nóvember

Klukkan  11.30 á Hlaðinu:  Barnakór 3. og 4. bekkjar  Norðlingaskóla undir stjórn Þráins Árna Baldvinssonar syngur nokkur jólalög.

Klukkan 13.00 í Gamla sal:  Inga Rósa Þórðardóttir les úr bók sinni: Það reddast. Sveinn Sigurbjarnarson ævintýramaður á Eskifirði lítur um öxl.

Klukkan 14.00 í Rjóðrinu: Signý Gyða Pétursdóttir les úr bók sinni: Guð elskar mig og Þórarinn Eldjárn les úr bók sinni og Sigrúnar Eldjárn: Árstíðirnar.

Klukkan 15.00 í Gamla sal:  Harmonikkusveitin Smárinn þenur nikkurnar.

 

Sunnudagur 28. nóvember

Klukkan 13.00 í Gamla sal:  Ingibjörg Hjartardóttir les úr bók sinni: Hlustarinn.

Klukkan 14.00 í Rjóðrinu: Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir lesa úr og spjalla um bók sína: Loðmar.

Klukkan 15.00 í Gamla sal:  Harmonikkusveitin Fönix þenur nikkurnar.

Klukkan 15.30 í Gamla sal:  Jósef Elvis Ólafsson tekur nokkra elvisslagara.