Fréttir

Dagskrá helgarinnar 4.-5. desember

Um helgina verður fjölbreytt menningardagskrá á Jólamarkaðnum. Á fjórða tug hönnuða og handverksfólks selja hágæða vörur. Íslensk jólatré til sölu og hin vinsælu tröpputré. Tónlistarfólkið í rokna stuði, barnastund við varðeldinn í Rjóðrinu. Rithöfundar lesa úr verkum sínum og svo verða menn að bregða sé á bak á skógarhestunum! Umfram allt komið og njótið stórbrotinnar náttúrufegurðar við Elliðavatn. Nánari dagskrá hér:
___________________________________________________

Laugardagur 4. desember:

Opið klukkan 11-17.

Hestaleiga. Teymt undir börnum á túninu neðan við bæinn kl. 13-15.

Kukkan 13 í Gamla sal: Steinunn Jóhannesdóttir les úr Heimanfylgju.

Klukkan 14 í Rjóðrinu: Barnastund. Varðeldur og upplestur. Áslaug Jónsdóttir les úr Skrímsli á toppnum.

Klukkan 15: í Gamla sal: Harmonikkuleikur.  Sigurður og Drottningarnar.

 

Sunnudagur 5. desember:

Opið klukkan 11-17.

Hestaleiga. Teymt undir börnum á túninu neðan við bæinn kl 13-15.

Klukkan  13 í Gamla sal:  Einar Kárason les úr bókinni Mér er skemmt.

Klukkan 14 í Rjóðrinu: Barnastund. Varðeldur og upplestur. Hendrikka Waage les úr Rikku og töfrahringnum á Indlandi.

Klukkan 15 í Gamla sal: Harmonikkuleikur. Sigurður og Drottningarnar.

Klukkan 16 í Gamla sal: Trúbador. Svavar Knútur spilar og syngur fyrir gesti.