Á laugardaginn kom hinn vinsæli Brokkkór, sem eins og nafnið bendir til er kór hestamanna, og söng fyrir gesti í kaffihúsinu í Gamla salnum við mjög góðar undirtektir gesta. Kunnum við kórnum og stjórnanda hans Magnúsi Kjartanssyni bestu þakkir fyrir komuna. Kórsöngurinn er hluti af menningardagskrá Jólamarkaðsins, sem jafn óðum er kynnt hér á heimasíðunni.
Brokkkórinn á Jólamarkaðnum
14 des
2009