Fréttir

Boð – Fréttatilkynning

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun fella jólatré hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk sem fært verður íbúum Þórshafnar í Færeyjum að gjöf fyrir þessi jól.
Borgarstjóri mun koma í Heiðmörk við Elliðavatnsbæ miðvikudaginn
12. nóvember, í dag, klukkan 16.00 og fá kennslu í skógarhöggi og viðeigandi öryggisbúnað hjá starfsmönnum Skógræktarfélagsins og í kjölfarið fella jólatréð.
Tréð hefur verið valið en það er um 12 metra hátt sitkagreni sem var gróðursett fyrir um hálfri öld.
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, mun færa Þórshafnarbúum tréð sem Eimskip flytur síðar í mánuðinum en þetta er í annað sinn sem Reykjavíkurborg og Skógræktarfélagið senda Færeyingum jólatré.
Verði áhugi á að koma og sjá þegar borgarstjóri fellir tréð væri best að koma á Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk kl 15.45 og vera vísað til vegar þaðan úti í skóg þangað sem tréð er.
Minn sími er 8644228
Með kveðju
Helgi Gíslason framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Reykjavíkur