Í Einarsmýri undir Þverfellshorni í Esju voru gróðursett 200 birkitré í júní í fyrra úr 67 g. bökkum. Er það í um 500 metra hæð og efsti tilraunastaðurinn í hlíðinni. Meðfylgjandi mynd var tekin 26.ágúst síðastliðinn og sýnir eitt birkitréð í góðu ásigkomulagi og epli til hliðsjónar. Þarna mun vera um þriggja stiga lægri meðalhiti en neðst í fjallinu eða um níu stig á Celcius á sumrin, en mýrin er þar á móti frjósöm hallamýri, þykkur jarðvegur, fjölbreyttur gróður og nægur raki og líklega skjólbetra en víða annars staðar í hlíðinni. Nokkrar plöntur hafa greinilega kalið og aðrar verið bitnar af kindum, sem eiga það til að rása inn í friðlandið þegar líður á sumarið. En það stefnir samt greinilega í að Esjuhlíðar verði kjarri og skógi vaxnar upp undir kletta innan nokkurra ára.
Birkitilraun í 500 metra hæð í Esju
07 sep
2009