Fréttir

Athöfn í Hólavallagarði í morgun

borgartre_20011_-krnan

Borgarstjóri  útnefndi Borgartré 2011 kl 11 í morgun.

Það er ca 80 ára gamalt evrópulerki á leiði óþekktrar persónu í Hólavallagarði. Um 10 metrar á hæð, ummál stofns við jörðu um 2,5 metri og þvermál krónu um 15 metrar.

Athöfnin hófst og endaði með flautuleik Áshildar Haraldsdóttur. Borgarstjóri  lýsti trénu og afhjúpaði upplýsingaskilti og  Þröstur formaður félagsins flutti ávarp. Veður var gott og fjölmenni fylgdist með, um 30 ofan jarðar og líklega allt að 30.000 neðan jarðar.

-Hér er tengill á heimasíðu Menningarnætur:

http://menningarnott.is/mindagskra.php

-Reykjavíkurborgar:

http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-27820/

-Á þessari síðu má sjá fróðleik um evrópulerki  sem Tré mánaðarins í nóvember:

https://heidmork.is/index.php?option=com_content&task=blogcategory&id=8&Itemid=68

-Hér er almennur fróðleikur um Hólavallagarð:

http://is.wikipedia.org/wiki/H%C3%B3lavallakirkjugar%C3%B0ur

borgartre_20011_undan

borgartre_20011_ashildur

borgartre_20011_gnarr

borgartre_20011_rostur