Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur 2022 er komin út.
Í ársskýrslunni er fjallað um starf félagsins á síðasta ári í máli og myndum. Meðal annars viðburði, svæðin sem félagið sér um, viðburði, gróðursetningar, samstarfsverkefni og margt fleira. Tölulegar upplýsingar eru aftast í skýrslunni. Til dæmis um hve margir tóku þátt í viðburðum á vegum félagsins, hve margar plöntur voru gróðursettar í fyrra og af hvaða tegundum, og timbursölu í viðarverslun félagsins. Á árinu 2022 var staðið fyrir þátttökugróðursetningum; unnið að innviðauppbyggingu í Esjuhlíðum og Heiðmörk; ný stefnumótun unnin fyrir félagið og margt fleira.
Ársskýrslan 2022 er aðgengileg hér á heidmork.is, líkt og ársskýrslur allt aftur til ársins 2004.
Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur er í kvöld, þriðjudaginn 25. apríl, klukkan 19 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1.