Fréttir

Apríl er afstaðinn

Apríl flaug hratt hjá, eins og oft gerist þegar glatt er og gaman. Vorið er hafið hjá okkur og annríkið eftir því. Í síðustu viku apríl mánaðar voru fáir starfsmenn, eða þrír. Það voru þó engin rólegheit. Flett var meira efni, sótt var efni í Vífilsstaðahlíðina, farið var á fundi um sveitir, fólki sýnt svæðið, pakkað eldiviði og allt hitt sem vísast er vert að nefna en því verður samt sleppt.

Hér að neðan eru nokkrar ágætar myndir frá vikunni sem leið.

Fyrsta myndin (að ofan) er af flutningabíl sem sótti til okkar 10 stórsekki af sagi. Svo koma myndir innan úr gróðurhúsinu þar sem allt er svo afsaðlega fínt (ekki bara mennirnr tveir sem standa þarna). Takið eftir fallega eplatrénu sem er gjöf frá Cille, dananum okkar sem þurfti að yfirgefa okkur í síðustu viku. Næst er mynd frá Múlastöðum og loks mynd tekin innan úr þurrk gámi en þarna má sjá eldivið tilbúinn til pökkunar.

IMG_4779IMG_4781Múlastaðir_26042016HGS (10)Heiðmörk, Skemma_28042016HGS (4)