Allt er nú til reiðu að taka á móti borgarbúum í Jólaskóginum í Heiðmörk í fyrramálið. Hann verður opinn meðan birtu nýtur um helgina, hægt er fá lánaðar sagir á staðnum og eitt verð er fyrir öll tré, það sama og undanfarin ár: 4.900 krónur/stk. Varðeldur verður kveiktur á staðnum og kakó og piparkökur handa öllum. Jólasveinar til aðstoðar. Útlit er fyrir fyrir kalt og stillt veður og sannkallaða jólastemmningu í Hjalladal.
Allt tilbúið í Jólaskóginum í Hjalladal
18 des
2009