Dagana 16.-19. september 2009 verður haldin alþjóðleg ráðstefna um hlutverk skóga og skógræktar fyrir þéttbýli, með sérstakri áherslu á löndin við norðanvert Atlantshafið. Flest landanna eru, eins og Ísland, mjög borgvædd og því skipta skógar og önnur græn svæði í borgum miklu máli fyrir útivistarmöguleika íbúanna. Rannsóknir hafa sýnt fram á margvísleg jákvæð áhrif útivistar í skógi á lýðheilsu og velferð, þar sem skógar fullnægja ýmsum menntunar-, menningar-, og félagslegum þörfum fólks.
Ráðstefnan er haldin er í tengslum við formennskuár Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Skipuleggjendur eru Norrænn samstarfshópur um rannsóknir á útivistargildi skóga (CARe-FOR-US; http://www.sl.life.ku.dk/care-for-us), Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Íslands. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér. Og einnig: http://skogur.is/Pages/19?NewsID=1365 |