Fréttir

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn í Háskólatorgi, stofu 101, í Háskóla Íslands þann 9. apríl 2014 kl 20:00.
Dagskrá:
• Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
• Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
• Kosningar samkvæmt félagslögum.
• Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
• Önnur mál, sem fram eru borin.
• Fræðsluerindi. Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson flytur erindið Að vega og meta margbreytileika lífríkis við skipulag,  skógrækt og  „skipulagslausa skógrækt“.