Hraundís Guðmundsdóttir og Skógræktarfélag Reykjavíkur standa fyrir námskeiði um plöntueimingu og gerð ilmkjarnaolía úr íslenskum plöntum, mánudaginn 25. ágúst, í Heiðmörk.
Á námskeiðinu verður fjallað um virkni, notkun og blöndu ilmkjarnaolía úr íslenskum plöntum. Gengið er um skóginn, fræðst um plöntur og efnivið safnað til að eima. Plönturnar eru síðan eimaðar í eimingartækjum úr kopar. Hver þátttakendi fær að prófa að blanda ilm sem hann getur tekið með sér.
Leiðbeinandi:
Hraundís Guðmundsdóttir er menntaður ilmolíufræðingur, skógfræðingur og plöntu eimari. Síðustu tíu ár hefur hún framleitt íslenskar ilmkjarnaolíur við góðan orðstýr undir merkinu Hraundís.
Ilmkjarnaolíur eru mismunandi eftir því úr hvaða plöntum þær eru unnar og hafa mismunandi virkni eftir tegundum. Þær eru ýmist bakteríudrepandi, sveppadrepandi, bólgueyðandi og margt fleira og geta þannig hjálpað okkur gegn ýmsum kvillum. Gufueiming er algengasta aðferðin við að ná ilmkjarnaolíum úr plöntum og hefur Hraundís verið að nýta þá aðferð í framleiðslunni hjá sér.
Hvar: Námskeiðið fer fram í Gamla salnum, Elliðavatnsbænum í Heiðmörk. Staðsetning á Google maps.
Hvenær: Mánudaginn 25. ágúst, kl. 14—17
Skráning
Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected]. Þátttökugjald er 15.000 krónur en 10.000 fyrir félagsmenn í Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Fólk er hvatt til að mæta í góðum skóm og klæða sig eftir veðri, þar sem hluti námskeiðsins fer fram utandyra.
Námskeiðið er haldið af Hraundísi og Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðinu er 15.

