Á döfinni, Fréttir

„Nýtum náttúruna til náms“ — námskeið um útikennslu

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir námskeiðinu „Nýtum náttúruna til náms“ þriðjudaginn 12. ágúst. Leiðbeinandi er Hrafnhildur Sigurðardóttir.

Útikennsla hentar bæði til að vekja áhuga nemenda á námsefni og til að styrkja þætti eins og ímyndunarafl, hreyfiþroska, sjálfstæða skapandi hugsun og sjálfsöryggi nemenda. Rannsóknir hafa sýnt að útinám eykur félagslega færni nemenda, eykur tengsl og skilar sér í bættri bekkjarmenningu.

Hrafnhildur Sigurðardóttir er kennari og útikennslustjóri við Sjálandsskóla, þar sem hún hefur starfað í tvo áratugi, lengst af við umsjónarkennslu. Mikil áhersla er á útikennslu við Sjálandsskóla og stunda nemendur í 1. til 7. bekk útinám einu sinni í viku allan veturinn og er útikennsla notuð í öllum námsgreinum. Á unglingastigi kennir Hrafnhildur valgreinar eins og hellaval, fjallgöngur, fjallahjól og kajak. Hún hlaut Íslensku menntaverðlaunanna sem framúrskarandi kennari, árið 2024, fyrir fjölbreytta og hugmyndaríka útikennslu, þróun fjölbreyttra valgreina og leiðsögn fyrir kennara og kennaraefni um útivist og umhverfismennt.

Á námskeiðinu fjallar Hrafnhildur um útinám, hvers vegna það er mikilvægt og ávinning af því fyrir nemendur. Þá fer hún yfir hvað hún gerir með nemendum sínum og skipulagningu.

Námskeiðið hefst með fyrirlestri í Gamla salnum, Elliðavatnsbænum. Að honum loknum verður haldið út í náttúruna, kveiktur varðeldur og boðið upp á smiðjur, þar sem kennarar geta sjálfir prófað að leysa verkefni tengd skógi og vatni.

UM NÁMSKEIÐIÐ
Lengd námskeiðs er fjórar klukkustundir.
Tími: þriðjudagurinn 12. ágúst 2025, kl. 14:00-18:00
Staðsetning: Gamli salurinn, Elliðavatnsbænum, Heiðmörk
Heiti námskeiðs: Nýtum náttúruna til náms
Kennari: Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari og útikennslustjóri við Sjálandsskóla.

Hrafnhildur hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2024 sem kennari ársins, fyrir fjölbreytta og hugmyndaríka útikennslu, þróun fjölbreyttra valgreina og leiðsögn við kennara og kennaraefni um útivist og umhverfismennt.

Fyrir hver
Námskeiðið er hugsað fyrir grunnskólakennara sem vilja kynna sér útikennslu, möguleikana sem í henni felast og að hverju þarf að huga áður en haldið er af stað. Efni námskeiðsins nýtist kennurum allra aldurshópar, frá fyrsta til tíunda bekkjar.

 

Skráning

Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected]. Þátttökugjald er 15.000 krónur en 10.000 fyrir félagsmenn í Skógræktarfélagi Reykjavík