Fréttir

Íslenskt timbur má nota í Svansmerktar byggingar

Svanurinn er líklega þekktust af alþjóðlegum vottunum sem ætlað er að hvetja til umhverfisvænnar framleiðslu og aðstoða fólk að velja vörur sem ekki valda miklum skaða á umhverfinu. Svansvottun er veitt á allt frá þvottaefni til bygginga. Til að fá slíka vottun þarf að uppfylla ýmis skilyrði. Eftir skoðun á framleiðslu íslensks timburs, hefur verið veitt undanþága til að nota það í Svansvottaðar byggingar.

Timbur getur verið vistvæn og endurnýjanleg afurð, ef það kemur úr skógum sem nýttir eru með sjálfbærum hætti. Því miður er mikið um ósjálfbæra nýtingu skóga eða hreinlega rányrkju. Í versta falli eru ómetanlegir frumskógar höggnir niður, með alvarlegum afleiðingum fyrir vistkerfi, umhverfi, vatnsbúskap og samfélög á svæðinu. Til eru vottanir um að timbur hafi verið framleitt með sjálfbærum hætti, svo sem FSC og PEFC.

Til að byggingar fái vottun Svansins, þarf 70% af timbrinu að vera vottað af FSC eða PEFC. Afgangurinn þarf að hafa uppfyllt ákveðin grunnskilyrði varðandi sjálfbærni og rekjanleika, skilyrði sem kölluð eru „controlled wood“ (FSC) og „controlled sources (PEFS).

Timburframleiðsla á Íslandi er enn það lítil í sniðum að ekki hefur verið ráðist í kostnaðinn við votta framleiðsluna. Hins vegar hefur verið farið í gegnum kröfurnar í samstarfi Skógrækarinnar, Bændasamtakanna og Trétækniráðgjfar slf. Niðurstaða þeirrar vinnu íslenskt timbur uppfyllir körfur sem Svanurinn gerir til timburst sem notað er í Svansvottuð hús. Í maí 2022 var því veitt undanþága til að nota íslenskt timbur á sama hátt og „controlled wood“ og „controlled sources“.

Nánari upplýsingar má finna á síðu Svansins.

Unnið með trjáboli sem féllu til við grisjun í Heiðmörk.
Reynt er að vinna sem mest verðmæti úr grisunarviðnum - eldivið, kurl og smíðavið. Trjábolirnir eru sagaðir í bretti þau þurrkuð eftir kúnstarinnar reglum.
Trjábolur sagaður í borð í viðarvinnslu félagsins.
Snorre staflar þurrum borðvið.