Næstu helgar gefst fágætt tækifæri til að upplifa Heiðmörk á alveg nýjan hátt.
Leikhópurinn Wunderland hefur undanfarnar vikur verið að undirbúa þátttökuverkið Twisted Forest, þar sem áhorfendum er boðið að uppgötva umhverfið í kringum sig á óhefðbundinn hátt. Áhorfendur fá sérstakn búning og heyrnatól og eru meðal annars „leiddir í gegnum verkið með hljóðmynd sem stýrist af GPS kerfi og því hvar áhorfandinn er staddur hverju sinni. (…) Í skóginum hitta áhorfendur leikara, sem eru í hlutverki leikstjórnanda.“ Eins og segir í lýsingu aðstandenda. Verkið sé „einskonar listræn útgáfa af hlutverkaspili (e. role playing game), völundarhús af ólíkum upplifunum í skóginum.“
Leikhópurinn Wunderland var stofnaður árið 2007 og hefur unnið sviðsetningar, gjörninga og innsetningar. Meðal annars í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi. Oft er fjallað um skynjun áhorfandans og hvernig líkamleg og andleg upplifun okkar hefur áhrif á hvernig við skynjum heiminn.
Twisted Forest verður sýnt um í Heiðmörk 26. ágúst til 3. september. Nánari upplýsingar hér.