Fréttir

Stelpulundur til minningar um Elvu Gestsdóttur

Minningarlundur um Elvu Gestsdóttur var vígður þann 26. apríl þegar gróðursett voru tré og fallegum bekk komið fyrir við Elliðavatnið í Heiðmörk. Lundurinn er gjöf Bjartrar framtíðar til foreldra og vina Elvu sem lést árið 2022 aðeins 22 ára að aldri (sjá hér).

Bekkurinn kemur frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og er úr ösp. Staðsetningin við vatnið er einkar falleg og aðgengileg, annars vegar eftir stígnum við vatnið sem gjarnan er kenndur við Ríkishring og hins vegar er örstuttur gangur frá bílastæði við Þingnesveg að Stelpulundi.

Við erum þess fullviss að fjölmargir eiga eftir að tylla sér á bekkinn og njóta þess að horfa út á Elliðavatnið. Takk fyrir Björt framtíð!

Félagar í Bjartri framtíð stóðu fyrir notalegri dagskrá í tilefni af vígslu Stelpulundarins.

Stelpulundur er til minningar um Elvu Gestdóttur. Lundinn prýðir veglegur bekkur úr ösp.

Félagar í Bjartri framtíð stóðu fyrir notalegri dagskrá í tilefni af vígslu Stelpulundarins.

Stelpulundur er til minningar um Elvu Gestdóttur. Lundinn prýðir veglegur bekkur úr ösp.

Daginn eftir vígslu lundarins hafði snjóað mikið þrátt fyrir að komin sé lok aprílmánaðar.

Bekkurinn er merktur: „Stelpurlundur“ til minningar um Elvu Gestdóttur.

Stelpulundur er við göngustíg meðfram Elliðavatni. Stuttur gangur er frá bílastæði við Þingnesveg að lundinum.