Fréttir

Spennandi starf í Heiðmörk

Laust er til umsóknar starf hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk. Félagið er sjálfstætt starfandi áhugamannafélag sem vinnur að skógrækt, trjárækt og uppbyggingu útivistarsvæða í nágrenni höfuðborgarinnar. Félagið hefur umsjón með skógi vöxnum útivistarsvæðum Í Heiðmörk og Esjuhlíðum og er með starfsstöð við Elliðavatnsbæ. Timbur sem fellur til við umhirðu skógarreita er m.a. nýtt í eldivið og viðað niður í sögunarmyllu. Hjá félaginu er lögð rík áhersla á öryggismál og góða umgengni.

Viðarvinnsla – skógarstarf

Um er að ræða 100% starf sem fellst fyrst og fremst í skógarumhirðu, framleiðslu og sölu viðarafurða.

Við leitum að glaðlyndum einstakling sem uppfyllir sem flest af eftirfarandi viðmiðum:

• Góð færni í mannlegum samskiptum.
• Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
• Búa yfir vilja og hafa burði til líkamlegrar vinnu.
• Nám í skógtækni eða trésmíði er kostur.
• Reynsla af vinnu með keðjusög er kostur.
• Vinnuvélapróf og reynsla af stjórnun vinnuvéla er kostur.
• Geta talað og skrifað íslensku.
• 22 ára eða eldri.

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi framtíðarstarf fyrir réttan aðila.

Umsóknarfrestur er 1. mars – umsóknir sendist á netfangið [email protected]