Fréttir

Vinnuframlag ungmenna úr Garðabæ

Sem umsjónaraðili Heiðmerkur á Skógræktarfélag Reykjavíkur í góðu samstarfi við fjölmarga aðila. Á dögunum tóku ungmenni í bæjarvinnu Garðabæjar þátt í gróðursetningum og öðru landbótastarfi í nágrenni Vífilsbúðar, nýju útilífsmiðstöðvarinnar. Þrír hópar komu og unnu þrjá daga í senn. Gróðursettar voru um 7.000 plöntur auk þess sem grasi var dreift á uppblásin svæði og hlúð að köntum nýja göngustígsins frá Vífilsstaðavatni að Vífilsbúð. Einnig var 1 km langur kafli göngustígarins í Vífilsstaðahlíð lagfærður.

Gaman var að sjá ungmennin tengjast nærumhverfi sínu og ánægjulegt verður fyrir þau að sjá árangur gróðursetningarinnar sem þau tóku þátt í á komandi árum og áratugum. Þökkum kærlega veitta aðstoð og hlökkum til áframhaldandi samtarfs við Garðabæ.

Gústaf Jarl starfsmaður Skógræktarfélags Reykjavíkur kennir réttu handtökin við gróðursetningar.

Vífilsbúð er útilífsmiðstöð skátafélagsins Vífils í Garðabæ. Húsið er staðsett í Heiðmörk nærri Grunnuvötnum.

Vífilsstaðahlíð er vinsælt útivistarsvæði og því nauðsynlegt að sinna viðhalda göngustíga.

Ungmenni í Garðabæ unnu við að dreifa og slétta úr íburði í göngustíga í Vífilsstaðahlíð.