Fréttir

Fé úr Heiðmerkurþraut fer í stígagerð í Heiðmörk

Þríþrautarfélagið Ægir3 stóð fyrir Heiðmerkurþrautinni síðasta haust. Félagið vildi leggja sitt af mörkum til að styrkja Skógræktarfélag Reykjavíkur og efla stígagerð í Heiðmörk. Enda eru góðir stígar og öflugir innviði forsenda skemmtilegrar og fjölbreyttrar útivistar. Skráningargjald þátttakenda í Heiðmerkurþrautinni 2021 var því látið renna til félagsins. Við þökkum Ægi3 fyrir framlag sitt til Heiðmerkur.

Heiðmerkurþrautin er tvíþraut og hentar því sundhræddum sérlega vel. Byrjað var á 4 km hlaupi, svo hjólaðir 15 km og endað á öðru 4 km hlaupi.

Heiðmerkurþrautin verður aftur á dagskrá í haust og er áhugasömum bent á að fylgjast með hér.

Heiðmerkurhlaupið 2021. Mynd: RFV Photo.