Ljósmynd: Sævar Hreiðarsson
Dráttarvélin er af tegundinni Valtra A 114 og er með 110 hestafla 4 strokka dísil-mótor. Mótorinn er með SCR* mengunarvarnabúnað. Gírkassi er mekanískur 12+12 í 2 drifum 40km hraða. Vökva-vendi-gír er við stýri og loftsæti með 180° færslu.
Vélin er með 98 lítra vökvadælu, ámoksturstæki og gripkló fyrir trjáboli.
Kesla 92 skógarvagninn hefur 9 tonna burðargetu, vökvabremsur, vökvastýring er á beisli, grind framan við farm, 4 raðir af stoðum, 400/65×15,5 dekkjum og verkfærakassi fyrir sög!
Kraninn frá Kesla, 203 T , lengd 6,7m, greip með rotator og mekaniskri stýringu. Fjarstýrt 1400 kg spil og öflugt LED vinnuljós eru áföst krana.
Öll tækin eru framleidd í Finnlandi og voru flutt inn af Jötunn vélum.
Ljósmynd: Hlynur Gauti Sigurðsson / Skógræktin
Skógarhögg er bráður bani
að brölta um og haltra
hjálpar til nýr Kesla-krani
og kröftug vél frá Valtra.
(Hlynur Gauti)