Fréttir

Borgartréð 2013 útnefnt

Borgartréð 2013 var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. september en það er ilmbjörk, íslenskt birki, í garði Ásmundarsafns. Þær Ingrid Sveinsson, eiginkona Ásmundar Sveinssonar og Anna Sveinsdóttir systir hans, gróðursettu tréð á hvítasunnu árið 1944. borgartre2013aJón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, útnefndi tréð í glampandi sól og Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður ásamt börnum úr leikskólanum Laufásborg frumflutti lag og texta sem hann samdi af þessu tilefni.  borgartre2013b