Í kvöld tekur Ferðafélag Íslands á móti gestum í reit sínum efst við Heiðarveg. Þaðan verður gengið með leiðsögn eftir skógarstíg um hinn glæsilega reit Ferðafélagsins, sem er með þeim elstu í Heiðmörk. Síðan liggur leiðin í reit Norðmanna og er stutt móttaka þar með kaffiveitingum í „hyttu“þeirra á Torgeirsstöðum.
Það er milt og gott veður í Heiðmörk þessa stundina og allir velkomnir í kvöldgönguna sem hefst kl 20.