Fréttir

Vorið er komið í Heiðmörk

Vorið er komið að Elliðavatni og í Heiðmörk eins og fjölmargir farfuglar bera vitni um. Það iðar allt af lífi á og við vatnið sem og í skóginum. Grágæsirnar hafa flykkst hingað í hópum, tjaldurinn trítlar um túnin, hrossagaukar fljúga í allar áttir og maríuerlan flögrar lipurlega um.

Sjálfur konungur vatnsins, himbriminn, kom í gær og tók sér varðstöðu á víkinni sunnan við Elliðavatnsbæinn, tilbúinn að verja sitt vatn fyrir öllum ágangi.

Á myndinni eru auk svananna grágæsapar og hópur skúfanda sem halda til sunnan við Elliðavatnsbæ.
img_2982