Vorgróðursetningum er nú að ljúka hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Um 60 þúsund trjáplöntur hafa verið gróðursettar í Heiðmörk, að Múlastöðum, í Úlfarsfelli og Esjuhlíðum.
Mest er gróðursett af plöntum úr fjölpottabökkum en einnig umtalsvert af potta- og hnausaplöntum. Áætlað er enn meira verði gróðursett í haust og félagið gróðursetji alls um 200.000 plöntur á þessu ári.
Mest hefur verið gróðursett í Heiðmörk eða um 32.000 trjáplöntur. Aðallega á svæðið nærri Hnífhól, sem þar sem gróðureldur geisaði fyrir rúmum tveimur árum. Þá var mikið gróðursett á jörð félagsins að Múlastöðum í Flókadal.
Ýmsir hópar og velunnarar félagsins hafa hjálpað til við gróðursetningarnar. Meðal annars starfsmenn PWC og fjölskyldur þeirra, starfsmenn Þjóðleikhússins og fótboltastelpur úr Fylki.