Fréttir

Vetrarríkið í Heiðmörk

img_2268

Fádæma veðurblíða hefur ríkt undanfarna daga, froststillur og sól og vetraríkið í Heiðmörk er óhemju fagurt. Enda hafa margir nýtt sér skóginn og skroppið á gönguskíði eða gönguferð. Síðustu helgi skapaðist örtröð við brúnna, þar sem mættust bílar, hestamenn, gönguskíðafólk og göngufólk. Auk þess voru aðilar frá Háskóla Íslands að vinna að könnun um umferð í Heiðmörk, en það er liður í stórri og viðamikilli visthagfræðirannsókn sem ber heitið “Verðgildi Heiðmerkur”