Fréttir

Vel heppnuð helgi

Svona leit Elliðavatnsbær út í jólasnjónum í morgun. Jólaljósin spegluðust undurfalleg í stilltu vatninu. Það var Sigurður Sigfússon okkar góði húsvörður og altmuligman sem tók myndina.

Jólamarkaðurinn heppnaðist með eindæmum vel um helgina og margir höfðu á orði að jólahjartað bærði fyrst á sér við að koma á jólamarkaðinn og í Heiðmörkina en sumir notuðu tækifærið og fengu sér göngutúr í skóginum. Andrúmsloftið í Gamla salnum og á Verkstæðinu er einstakt og gaman að sjá alla munina sem handverksfólkið býður upp á, svo ekki sé talað um skreytingar meistaranna á Verkstæðinu. þar er allt unnið úr náttúrulegu efni skógarins og ævintýri líkast að koma niður á Verkstæðið til Ástu og Auðar. Þar eru hurðarkransar, mosakúlur, borðskreytingar og leiðisskreytingar í miklu úrvali.

elliavatnsbrinn_img_3109