Fréttir

Vel heppnuð Gleðiganga

img_1020

Sunnudaginn 12. október stóð var farin Gleði- og samstöðuganga frá Elliðavatni undir leiðsögn Kristbjargar Kristmundsdóttur yogakennara og blómadropaframleiðanda. Félagar í  Blómadropafélagi Íslands tóku á móti fólki á Elliðavatni og buðu upp á samtalsmeðferðir og blómadropamixtúrur. Einnig var haldin barnastund í Rjóðrinu við bæinn þar sem kveiktur var eldur og hitað kakó á hlóðum. Soffíía landvörður og Láki slökkviliðsmaður kenndu krökkum og fullorðnum ýmislegt um eldinn og náttúruna í kring um okkur og svo var sungið, trallað og leikið. Yfir hundrað manns mættu og fóru í göngurnar þar sem gerðar voru jógaæfingar á völdum stöðum og hugleitt. Einnig var boðið upp á slökun í Gamla salnum. Allir gáfu vinnu sína þennan dag og fólk lýsti ánægju sinni með framtakið og fór heim með gleði og frið í sinni.

img_1030
Rjóðrinu við Elliðavatnsbæ var kveiktur eldur og krakkarnir gæddu sér á kakó meðan þau lærðu um náttúruna og eldinn og sungu nokkur lög.
img_1036