Fréttir

VEL HEPPNAÐ NÁMSKEIÐ Í KRANSAGERÐ

Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð fyrir námskeiði um kransagerð úr náttúrulegum efniviði þann 23.október síðastliðinn. Námskeiðið var haldið í Einars Ben salnum á Elliðavatnsbænum þar sem Steinar Björgvinsson skógfræðingur og blómaskreytir leibeindi þáttakendum á námskeiðinu. Sýnikennsla var í gerð kransa (haustkransa, jólakransa) með efni úr íslenskri náttúru og íslenskum skógum – könglakransar, grenikransar og greinakransar. Þátttakendur fengu tækifæri til að binda sína eigin kransa og notuðu til þess ýmiskonar efnivið eins og greinar, köngla, mosa, hálmkransa og þess háttar. Fallegir og fjölbreyttir kransar litu dagsins ljós.

img_6728