Fréttir

Undanfarnir dagar, apríl

Aprílmánuður hefur verið fjörugur og mikið verk unnið hjá hjá okkur í Heiðmökinni. Hér á eftir verðir stiklað á stóru…og litlu. Meðfylgjandi myndir styðja málið.

-Hreiður fyrir flórgoða var vafið og sett á flot á Ellivatni.

-Parketvinnsla komin í gang. Grenið sem fellt var íVífillstaðahlíð í fyrra er nú búið að fletta og þurrka og er nú komið til heflunar.

-Mýs gerður vart við sig. Sáning lindufurufræa í bakka hafði staðið yfir og sett inn í gróðurhús. Einn morguninn sáum við svo að eitt lítið spendýr vildi sinn skerf af sáningunni og hafði tekið upp frá úr fjölgatabökkunum og safnað í tveimur líterspottum.

-Göngustíganámskeið á Mógilsá. Starfsmenn fóri á námsekið og var það skemmtilegt og vel sótt.

-Cecilie kveður. Síðasti daninn að þessu sinni kvaddi okkur á föstudaginn var. Við sýndum henni eitt stærsta tré Reykjavíkur en svo skemmtilega vill til að vatnið okkar úr Elliðavatni hefur orðið til þess að þetta tré óx svona vel, en það er í Elliðaárdalnum.

Ótalmargt annað hefur verið bardúsað en hér verður látið staðar numið að þessu sinni.

Lindufuru músa söfnun_22042016HGS (2)Timburstæður af greni úr Vífilsstaðahlíð_15042016HGSLindufuru músa söfnun_22042016HGS (1)Anders að hreinsa eyjuna í ElliðavatniVífilsstaðagrenið flutt niðursneitt til pússningar_20042016HGS (2)HM-kjötsúpa úti við2_07042016HGSCille með stóru greni_22042016HGS (1)HM-kjötsúpa úti við_07042016HGSGöngustíganámskeið_Mógilsá_22042016HGS (2)Cille með stóru greni_22042016HGS (2)Göngustíganámskeið_Mógilsá_22042016HGS (4)