Á döfinni

Tveir útvarpsþættir um Heiðmörk

Tveir útvarpsþættir um Heiðmörk voru á dagskrá Rásar 1 um verslunarmannahelgina, í tilefni þess að 70 ár eru frá opnun Heiðmerkur.

Þættirnir heita Friðland Reykvíkinga ofan Elliðavatns. Í þeim fyrri er fjallað um fyrstu tilraunir til að friða og rækta skóg í nágrenni Reykjavíkur, löngun bæjarbúa eftir útivistarsvæði nærri borginni og aðdragandann að opnun Heiðmerkur árið 1950. Í síðari þættinum er fjallað um hvernig skógræktarstarfið hefur gengið og um Heiðmörk í dag. Gengið er um Heiðmörk og rætt við skógræktarfólk um Heiðmörk, náttúruna, skóginn og skógarmenningu.

Þættirnir voru sendir út sunnudaginn 2. ágúst og mánudaginn 3. ágúst, klukkan 15:00. Hægt er að hlusta á þættina hér, á RÚV.is.

Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Spotify, í Fríhöfninni, hlaðvarpi Rásar 1.

One thought on “Tveir útvarpsþættir um Heiðmörk

Comments are closed.