Fréttir

Tímamót í skógræktinni

haust_2010_024

Fyrsta sérhæfða útkeyrsluvél í skógi (skodare) á landinu var tekin í notkun í Heiðmörk í gær. Hingað til hefur verið notast við traktorsspil og traktorsvagna þegar trjábolir eru fluttir úr skógi. Útkeyrsluvélinni fylgir mikill vinnusparnaður auk þess sem hún fer vel með skógarbotn og er á ýmsan annan hátt umhverfisvæn. Hún er sænsk af gerðinni Alstor 8X8. Umboðsaðili vélarinnar er Garðheimar. Á myndinni fyrir ofan sést Þröstur Ólafsson formaður Skógræktarfélagsins ásamt forstjóra Alstor, Kristian Laurell, þegar vélin var tekin í notkun 2. nóvember síðastliðinn.  Óli Finnski skógarvörður í Heiðmörk er við stjórnvölinn.

Hér er tengill á heimasíðu Alstor:

 

http://www.alstor.se/

 

Hér fyrir neðan fylgja svo fleiri myndir teknar við sama tækifæri:

haust_2010_021

haust_2010_030

haust_2010_017