Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Else Möller skógfræðing, stendur í ár fyrir röð námskeiða þar sem sérfræðinga fara ofan í saumana á mikilvægum atriðum í ræktun og umhirðu jólatrjáa. Er nú komið að þemadegi tengdum flokkun og sölu trjáa og verður hann haldinn fimmtudaginn 11. september kl. 9:30-16, á Elliðavatni í Heiðmörk.
Dagskrá:
Kl. 9.30 – 10.00 | Sala jólatrjáa á Íslandi. Flokkun, gæðamál og söluaðferðir.
Kynning á dagskrá og viðfangsefni dagsins.
Else Möller, skógfræðingur
|
Kl. 10.00 – 10.45 | Sala jólatrjáa hjá Skógrækt ríkisins.
Hvernig fer sala jólatrjáa fram hjá Skógrækt ríkisins. Flokkun, söluaðferðir og árangur.
Hreinn Óskarsson, skógfræðingur og skógarvörður á Suðurlandi.
|
Kl. 10.45 – 11:00 | Kaffi |
Kl. 11.00 – 12.00 |
Sala íslenskra jólatrjáa hjá Blómavali.
Sölumál tengd íslenskum jólatrjám séð frá sjónarhóli sölumannsins. Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Blómavali.
|
Kl. 12.00 – 13.00 | Hádegismatur |
Kl. 13.00 – 13.30 | Íslenskt flokkunarkerfi fyrir alla – hvernig á það að vera?
Stutt erindi með tillögum til umræðu
Else Möller, skógfræðingur
|
Kl. 13.30 – 14.00 | Kaffi |
Kl. 14.00 – 15.30 | Að velja og flokka jólatré fyrir næstu jól.
Hvenær og hvernig förum við að þessu?
Förum í reiti í Heiðmörk með trjám sem eru tilbúin fyrir sölu og ræðum gæði og flokkun undir leiðsögn Gústafs Jarls Viðarssonar og Sævars Hreiðarssonar.
|
Kl. 15.30 – 16.00 | Kaffi og umræður. |
Kostnaður fyrir daginn: 10.000 kr.
Upplýsingar og skráning fyrir 8. september:
Else Möller [email protected]GSM: 867-0527
f.h.Skrf. Rvk [email protected] GSM: 856-0059