Fréttir

Sunnudagurinn 19. desember

opnun__jlaskgi_2008_img_3300_3

Vegna lítilsháttar breytinga kemur hér ný dagskrá sunnudagsins á Jólamarkaðnum:

Sunnudagur 19. desember:

Klukkan 13 í Gamla salnum:   Gunnar Hersveinn les úr bókinni Þjóðgildin.

Klukkan 14 í Rjóðrinu:  Varðeldur, upplestur. Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr bókinni Fíasól og litla ljónaránið.

Klukkan 15 í Gamla salnum:  Harmonikkuleikur. Sigurður Alfonsson leikur fyrir gesti.

Opið klukkan 11-17.  Fjöldi handverksfólks. Hestaleiga klukkan 13-15. Jólasveinn kl 15-17.  Björgunarhundar frá Landsbjörgu. Möndluristun , jólatré  og  tröpputré á Hlaðinu allan daginn.

—————————————————————————

Jólaskógurinn Hjalladal: Opinn 10-16. Þar saga menn sín tré sjálfir fyrir 5.300 kr/stk.. Þar skiptir stærðin ekki máli. Kakó, piparkökur, varðeldur og jólasveinn.

—————————————————————————

Jólatrjáasalan Kauptúni Garðabæ (gegnt Ikea): Opið 10-21. Ein glæsilegasta jólatrjáasala landsins, bjartur og rúmgóður salur með úrvals, nýhöggnum íslenskum jólatrjám.