Fréttir

Stormar og skakkaföll

Þetta var stormasöm vika.

Ákveðið afrek var unnið á Múlastöðum þegar síðustu plöntunni sem útveguð var af Vesturlandsskógum var gróðursett. Það var lerki og var það danska þríeikið sem sá til þess. Samtals fóru 21.880 plöntur á vegum Vesturlandsskóga.

mulastadir_jonas_17102016hgs Þarna er Jonas á leiðinni upp með bæjarstæðið í bakgrunni mulastadir_sirenur-upp-i-fjalli_17102016hgs-3Þegar upp var komið skoðuðum við gróðursetningar frá sumri.

mulastadir_sirenur-upp-i-fjalli_17102016hgs-4 Þetta er sírena, upp við efstu girðingu sem mogulega gæti orðið ofboðslega fín.

mulastadir_greni-grodursett-i-vor-an-agurdar_ok-i-bakbrunni_17102016hgs og þetta er greni sem sómir sér vel eftir sumarið.

 

mulastadir-eftirstodvar-plantna-13-thus_19102016hgs-3 Nú standa eftir 13.000 plöntur á vegum landgræðsluskóga, hugsanlegt er að það verði gróðursett í vor.

mulastadir_soren-fremst-jonas-og-jakob-a-uppleid-med-hrym_17102016hgs-1 Þarna eru slatti af lerkiplöntum ásamt Jakobi (aftastur á mynd), Jonasi og Sören á leið upp í fjall.

mulastadir_soren-og-jakob-taka-hey-ur-hlodunni-og-koma-kirfilega-fyrir-i-malarkanti_17102016hgs-3 Jakob og sören unnu að því að fegra malarkannt við skemmuna…mulastadir_soren-og-jakob-taka-hey-ur-hlodunni-og-koma-kirfilega-fyrir-i-malarkanti_17102016hgs-1 … með gömlu heyi úr hlöðunni.

mulastadir-jonas-og-soren-hraktir-eftir-stormvidrid_191020016hgs Á miðvikudaginn var stormasamt í Borgarfirði svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir létu það ekki stoppa sig og kláruðu að gróðursetja það sem eftir var að lerkinu/Vestuslandsskóga plöntunum.

heidmork-gustaf-emma-og-sata-komin-aftur-heim-fra-portugal_21102016hgs-1 Gústaf er kominn aftur eftir gott frí á meginlandinu. Þarna er litla fjölskyldan, Gústaf og Sara með dóttur sína, Emmu.

millulaekur-soren-og-jakom-i-fyrsta-skipti-i-svo-storum-skogi-og-hlynur-nylega-buinn-ad-fa-fellt-tre-ofana-hausinn_21102016hgs Ekki er hægt að segja að föstudagurinn hafi verið alveg eðlilegur. Það fór eiginlega allt á hvolf. Áföllin dundu á okkur og á þannig dögum er bara best að gera sem minnst.