Þetta var stormasöm vika.
Ákveðið afrek var unnið á Múlastöðum þegar síðustu plöntunni sem útveguð var af Vesturlandsskógum var gróðursett. Það var lerki og var það danska þríeikið sem sá til þess. Samtals fóru 21.880 plöntur á vegum Vesturlandsskóga.
Þarna er Jonas á leiðinni upp með bæjarstæðið í bakgrunni Þegar upp var komið skoðuðum við gróðursetningar frá sumri.
Þetta er sírena, upp við efstu girðingu sem mogulega gæti orðið ofboðslega fín.
og þetta er greni sem sómir sér vel eftir sumarið.
Nú standa eftir 13.000 plöntur á vegum landgræðsluskóga, hugsanlegt er að það verði gróðursett í vor.
Þarna eru slatti af lerkiplöntum ásamt Jakobi (aftastur á mynd), Jonasi og Sören á leið upp í fjall.
Jakob og sören unnu að því að fegra malarkannt við skemmuna… … með gömlu heyi úr hlöðunni.
Á miðvikudaginn var stormasamt í Borgarfirði svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir létu það ekki stoppa sig og kláruðu að gróðursetja það sem eftir var að lerkinu/Vestuslandsskóga plöntunum.
Gústaf er kominn aftur eftir gott frí á meginlandinu. Þarna er litla fjölskyldan, Gústaf og Sara með dóttur sína, Emmu.
Ekki er hægt að segja að föstudagurinn hafi verið alveg eðlilegur. Það fór eiginlega allt á hvolf. Áföllin dundu á okkur og á þannig dögum er bara best að gera sem minnst.