Esjufréttir

Steinninn í Esju tryggður

Ljósmynd: Jón Haukur Steingrimsson

Steinninn í Esju hefur verið festur tryggilega þannig að hann fari ekki af stað niður fjallið. Settar voru keðjur í hann og hlaðið undir hann púkki. Þá voru skiltin rétt af.

 

“Fjallganga” (II)

Hreykja sér á hæsta steininn.
Hvíla beinin.
Ná í sína nestistösku.
Nafn sitt leggja í tóma flösku.
Standa aftur upp og rápa.
Glápa.
Rifja upp
og reyna að muna
fjallanöfnin:
Náttúruna.
Leita og finna
eitt og eitt.
Landslag yrði
lítils virði,
ef það héti ekki neitt.

Höfundur: Tómas Guðmundsson

 

IMG_0055
Ljósmynd: Jón Haukur Steingrimsson