Fréttir

Skógurinn í Öskjuhlíð í umræðunni

Skógurinn í Öskjuhlíð hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið vegna  samkomulags um endurbætur á aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri skrifuðu undir þann 19. apríl, en í samkomulaginu felst meðal annars að lækka hluta skógarins í Öskjuhlíðinni.
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur mótmælt fyrirhugaðri fellingu trjánna á fyrri stigum.  Þetta mál er meðal annars til umræðu í  Fréttablaðinu í dag (sjá hér).
Sjá fyrri fréttir um málið:
http://www.visir.is/skograekt-telur-grisjun-i-oskjuhlid–vitleysu-/article/2013704229989